Feng Shui á skrifstofu - dæmi

fyrirskrifstofuna

Næst: Netnámskeið í byrjun október 2018

Feng Shui fræðin geta verið mjög mikilvæg til að nýta betur og auka jákvætt orkuflæði fyrirtækja.

Er hægt að bæta afkomu fyrirtækisins með því að snúa skrifborðum? Ja, það er aldrei hægt að fullyrða neitt slíkt fyrirfram en það sakar ekki að reyna. 

Hér er tekið dæmi af skrifstofu hjá gróskumiklu fyrirtæki. 
Skrifstofa aðal eigandans var beint á móti ganghurð sem leiddi inn á skrifstofusvæðið og skrifborð hans var staðsett með það í huga að hann gæti alltaf séð ef einhver kæmi inn á skrifstofusvæðið. Ritarinn var í löngu fríi og þessi skrifstofa var sú eina á svæðinu sem vísaði að innkomudyrunum. Vissulega hafði þetta ákveðið öryggi í för með sér, eigandinn vissi af öllum mannaferðum og gat vísað gestum á réttan þjónustuaðila á svæðinu. 

Aðrir þættir gerðu þetta fyrirkomulag all óhagstætt.

1. Gangurinn sem leiddi inn að skrifstofusvæðið var langur ...

Lesa meira...

Bækur um Feng Shui fræðin

Það eru til ótal margar bækur sem fjalla um listfræðin og heimspekina Feng Shui.

Jóna Björg Sætran mælir sérstaklega með efni eftir þær Marie Diamond og Lillian Too´s en þessar tvær konur hafa báðar áratuga reynslu af Feng Shui ráðgjöf og kennslu. Þó svo að þær séu báðar lærðar hjá sama Feng Shui meistaranum, þá leggja þær megináherslu á tvær jafngildar aðferðir til að greina hús í ákveðna fleti sem er svo unnið með út frá Feng Shui. Efnið setja þær báðar fram á greinargóðan hátt þannig að óvanir geta lesið sér ágætlega til ekki síst hafi þeir farið á grunnnámskeið og náð innsýn í ýmsa grundvallarþætti.

Síða 1 af 6

KUAnr"KUA" númerið þitt segir til um hvaða 4 áttavitaáttir eru þér sérlega hagstæðar, t.d. S N AU og SAU.
KUA númerið byggist á kyni, fæðingardegi  og fæðingarári. 
Þú getur virkjað þessar áttir á ýmsan veg. Á námskeiðinu Feng Shui I vinnur þú út frá eigin KUA númeri svo og annarra fjölskyldumeðlima. Hver er besta árangursáttin þín? Hvernig nýtir þú þér það í dag?  

 

beta.alpha.350
 Athuganir sýna að tíðni heilabylgja getur farið úr Beta í Alpha (meiri slökun og betri einbeiting) við það eitt að fara úr herbergi þar sem orkuflæðið er ekki gott og inn í herbergi þar sem hefur verið unnið með Feng Shui. 

FlyingStars stefna 
Áhrif orkuflæðisins í íbúðinni geta verið ólík eftir því hvar er í íbúðinni og þau geta líka verið breytileg eftir tímabilum. Í Feng Shui er talað um 20 ára fljúgandi stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur.  Áhrifin eru nefnd ýmsum nöfnum eins og til dæmis auðlegðarstjarna, samskipta- og samvinnustjarna, veikindastjarna og ósættisstjarna. Flestir eru spenntir að fá að vita hvar auðlegðarstjarnan er í íbúðinni. 

5frumefnin

Frumefnin eru fimm:
Frumefnið í suðri er eldur
Frumefnið í suðvestri, miðjunni og norðaustri er 
jörð

Frumefnið í vestri og norðvestri er málmur

Frumefnið í norðri er vatn
Frumefnið í austri og suðaustri er viður